Til umhugsunar við kaup á varmadælu
Við kaup og uppsetningu á varmadælu er ýmislegt sem þarf að hafa í huga en hér að neðan gefur að líta á nokkra mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að huga að þegar kemur að uppsetningunni sjálfri.
Við staðsetningu útihluta varmadælunnar er rétt að hafa í huga:
- Leitast skal við að hafa varmadæluna í skjóli fyrir ríkjandi vindátt eða þar sem snjóalög eru léttust. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að byggja skýli yfir varmadæluna sem draga myndi úr vatnsálagi og áfoki án þess þó að hindra nauðsynleg loftskipti, vanræksla á því getur valdið niðurfellingu ábyrgðar.
- Næst varmadælunni gætir nokkurar kælingar og sérstklega þegar viftur hennar ganga á fullum afköstum.
- Undir varmadælunni getur myndast ís vegna vatns sem rennur frá dælunni við afhrímingu eða við keyrslu hennar við hátt rakastig. Best er að jarðvegur undir dælu sé drenmöl eða sambærilegt undirlag.
- Varmadæluna er nauðsynlegt að staðsetja um 1m frá jörðu eða að minnsta kosti í þeirri hæð að snjór safnist ekki að henni.
- Innifalið í uppsetningu eru vinklar sem festast á vegg byggingarinnar kaupandi verður að hafa í huga að nægileg festa sé í byggingarhluta þeim sem varmadælan festist á eða að öðrum kosti sjá um styrkingu hans.
- Útihluti varmadælunnar er knúinn af pressu og viftum sem óhjákvæmilega gefa frá sér hljóð þótt lágvært sé.
- Reynt er að draga úr hljóðleiðni frá varmadælunni með vönduðum mótorpúðum milli dælunnar og festivinkla hennar þrátt fyrir það getur einhver hljóðleiðni orðið milli dælu og viðkomandi byggingarhluta.
- Í sumum tilvikum kann að vera best að staðsetja útihlutann á undirstöðum s.s. steypuklossum sem ekki tengjast burðarvirki byggingarinnar sérstaklega ef staðsetning varmadælunar er nálægt svefnálmu byggingar.